Viðskipti innlent

Fasteignamarkaðurinn rís úr öskustónni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður félags Fasteignasala, segir að ástandið á fasteignamarkaði sé að batna.
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður félags Fasteignasala, segir að ástandið á fasteignamarkaði sé að batna.
Það er algerlega breytt umhverfi á fasteignamarkaðnum núna, segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Þinglýstum kaupsamningum fjölgaði um 80% í apríl frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Fasteignaskrá sem birtist í dag. „Það er bara mikið um að vera í rauninni. Kaupendur eru í auknum mæli að koma inn á markaðinn og verðið er bara þokkalegt,“ segir Ingibjörg. Hún segir að verðið sé ekki að lækka og allar vísbendingar um að fasteignamarkaðurinn sé að rísa úr öskustónni.

„Fólk er líka farið að trúa á það að það sé gott að fjárfesta í fasteignum í dag,“ segir Ingibjörg. Hún bætir því við að vextir séu lágir og fólk kjósi frekar að notað það sparifé sem það hafi safnað saman í fasteignakaup í stað þess að geyma peninginn inni á bankareikningum. „Og eldra fólk er líka að koma unga fólkinu til stuðnings inn á markaðinn,“ segir Ingibjörg

Ingibjörg segir að fasteignamarkaðurinn sé þannig að hann verði að geta hreyfst. „Það er náttúrlega búið að liggja yfir honum dauðahönd í á fjórða ár, eða frá því í árslok 2007,“ segir Ingibjörg. Núna virðist þessum álögum hins vegar vera að létta af markaðnum. „Fólk leitar bara leiða sjálft, það fer í lífeyrissjóðina sína og það fer í Íbúðalánasjóð og bara finnur leiðir,“ segir Ingibjörg.

Ingibjörg segir að ekki sé eins mikið um makaskiptasamninga eins og látið hafi verið liggja að. Það sé vel hægt að selja eign án þess að önnur eign sé sett upp í verðið.




Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×