Erlent

Farþegi í vél Germanwings lýsir hjartnæmum skilaboðum flugstjóra

Atli Ísleifsson skrifar
150 manns fórust þegar vél
150 manns fórust þegar vél Vísir/AP
Þýsk kona hefur greint frá hjartnæmum skilaboðum flugstjóra vélar þýska lággjaldaflugfélagsins Germanwings sem flaug vél á leið frá Hamborg til Kölnar, daginn eftir að 4U9525-vél Germanwings var flogið á fjall með þeim afleiðingum að 150 fórust.

Britta Englisch segir frá atvikinu á Facebook-síðu Germanwings þar sem hún greinir frá því að flugstjórinn hafi sjálfur boðið fólk velkomið um borð í vélina og sannfært þá um að hann myndi koma þeim örugglega á áfangastað.

Englisch hrósaði flugstjóranum og öðrum áhafnarmeðlimum sérstaklega og hafa nú um 313 þúsund manns líkað við skilaboðin.

Í samtali við TIME segir að eftir að allir farþegar voru komnir um borð hafi flugstjórinn notað kallkerfið til að kynna sig og áhöfnina, rætt um hvernig þeim liði daginn eftir harmleikinn og sagðist ekki líða vel að vita ekki nákvæmlega hvað hafi raunverulega gerst.

„Hann sagði að hann og aðrir í áhöfninni væru í vinnunni af frjálsum og fúsum vilja. Flugfélagið hafi ekki neytt þau til að mæta til vinnu. Þá sagði hann að hann hafi tvívegis kannað ástand vélarinnar um morguninn. Hann sagðist eiga fjölskyldu, börn og eiginkonu sem hann elskaði. Að aðrir í áhöfninni ættu nána aðstandendur og að hann gerði allt til að koma þeim örugglega aftur heim á hverju kvöldi.“

Gestern morgen um 8:40 h stieg ich mit gemischten Gefühlen in einen Germanwings Flug von Hamburg nach Köln. Doch dann...

Posted by Britta Englisch on Wednesday, 25 March 2015

Tengdar fréttir

Lufthansa og Germanwings mögulega skaðabótaskyld

Þýsku flugfélögin Lufthansa og Germanwings gætu verið skaðabótaskyld gagnvart aðstandendum þeirra sem fórust í flugslysinu í frönsku Ölpunum síðastliðinn þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×