Innlent

Farþegar skemmtiferðaskipa yfir 100 þúsund á næsta ári

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Japanska skemmtiferðaskipið Asuka II lagðist við bryggju með 1.200 farþega um borð.
Japanska skemmtiferðaskipið Asuka II lagðist við bryggju með 1.200 farþega um borð. Fréttablaðið/Pjetur
Hafnastjóri Faxaflóahafna spáir því að fjöldi ferðamanna með skemmtiferðaskipum fari í fyrsta sinn yfir 100 þúsund á næsta ári. Nú þegar er búið að bóka um 90 skip hingað til lands á næsta ári. Komur skemmtiferðaskipa til Íslands dreifist á lengra tímabil en áður.

Nokkur fjölgun hefur orðið í komu skemmtiferðaskipa hingað til lands. Tvö skemmtiferðaskip leggjast að bryggju í Sundahöfn í dag en alls taka Faxaflóahafnir á móti 19 skipum í júlímánuði. Gísli Gíslason, hafarstjóri Faxaflóahafna, segir stöðuga fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins. Hann telur fjölgun í komum skemmtiferðaskipa til Íslands liggja í góðri markaðssetningu.

Ferðaþjónustan hefur tekið fram úr sjávarútvegi í gjaldeyrisöflun og er spáð því að yfir milljón ferðamenn komi hingað til lands árið 2015. Skemmtiferðaskip skila talsverðum tekjum í ríkissjóð í formi tollgreiðslna og vitagjalda. Verslun og þjónusta nýtur einnig góðs af fjölgun ferðamanna á skemmtiferðaskipum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×