Innlent

Farið yfir verklag vegna hvarfs Hunter

Ingvar Haraldsson skrifar
Hunter olli því að farið verður yfir verklag á Keflavíkurflugvelli er varðar flutning á dýrum.
Hunter olli því að farið verður yfir verklag á Keflavíkurflugvelli er varðar flutning á dýrum.
Matvælastofnun hyggst fara yfir verklag við flutning dýra milli landa með flutningsaðilum á Keflavíkurflugvelli. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Border Collie-hundurinn Hunter týndist.

Hunter var týndur í fimm daga en er nú kominn til síns heima í Svíþjóð. Áður en hann hélt af landi brott voru tekin sýni úr honum og þau rannsökuð.

Hunter reyndist ormalaus og við góða heilsu miðað við aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×