Innlent

Farið með bílalest yfir Holtavörðuheiðina

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Holtavörðuheiðin hefur verið lokuð í allt kvöld.
Holtavörðuheiðin hefur verið lokuð í allt kvöld. vísir/vilhelm
Farið verður með bílalest yfir Holtavörðuheiðina í kvöld og er verið að leggja í hann að sögn Kjartans Atla Kjartanssonar, dagskrárgerðarmanns, sem hefur verið í Staðarskála í kvöld þar sem heiðin hefur verið lokuð frá því seint í dag.

Bíll frá Vegagerðinni fer fyrir bílalestinni og inni í bílalestinni verða björgunarsveitarbílar til að tryggja öryggi þegar farið er yfir heiðina. Segir Kjartan að gestum í Staðarskála hafi verið mjög létt þegar tilkynnt var að hægt yrði að fara yfir í kvöld.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er heiðin þó enn lokuð sem þýðir að bílar geta ekki farið yfir nema í fylgdarakstri. Það er því ekki óhætt að leggja á heiðina einn síns liðs enn sem komið er.

Á vef Vegagerðarinnar kemur jafnframt fram að auk Holtavörðuheiðar sé lokað á Bröttubrekku, Laxárdalsheiði, Þröskuldum, Þverárfjalli, Hófaskarði, Mývatns-og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði. Þá hefur veginum frá Skeiðarársandi og austur að Jökulsárslóni einnig verið lokað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×