Lífið

Farið í 23 lýtaaðgerðir til að líkjast Superman

Stefán Árni Pálsson skrifar
Herbert Chavez er ekkert að grínast.
Herbert Chavez er ekkert að grínast. vísir
Superman á marga aðdáendur um allan heim, enda ein allra vinsælasta ofurhetja sögunnar. Herbert Chavez er ekki aðeins mikill aðdáandi, heldur hefur hann eytt síðustu 18 árum af ævi sinni í það að líkjast hetjunni sinni.

Chavez, sem er 37 ára, hefur eytt gríðarlegum fjármunum í lýtaaðgerðir en alls hefur hann farið í 23 aðgerðir. Um er að ræða aðgerðir á nefi, húð, fitusog, kjálkaaðgerð og margt fleira.

Hann sér ekki eftir neinu. „Af hverju ætti ég að sjá eftir einhverju?,“ segir Chavez.

„Allt jákvætt sem hefur komið fyrir mig í lífinu hefur komið til útaf Superman. Ég hætti þessu þegar læknar segja mér að líkaminn minn þoli ekki fleiri aðgerðir.“

Chavez er sjálfur í heimsmetabók Guinness fyrir stærsta superman safn heimsins, en hann á 1253 hluti sem tengjast ofurhetjunni.

Tekur sig vel út í búningnum.
Er í heimsmetabók Guinness.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×