Innlent

Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Austurvelli

Birgir Olgeirsson skrifar
Árásin átti sér stað á Austurvelli 3. desember síðastliðinn.
Árásin átti sér stað á Austurvelli 3. desember síðastliðinn. Vísir/GVA
Gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa stungið tvo Albani á Austurvelli rennur út í dag. Lögreglan mun fara fram á að maðurinn verði úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Hann var upphaflega úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Maðurinn sem er í haldi er íslenskur og á þrítugsaldri. Líkt og fyrr segir er hann grunaður um að hafa stungið tvo Albani með hnífi á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðinn. Annar mannanna sem fyrir árásinni varð, Klevis Sula, lést af sárum sínum síðastliðinn föstudag, 8. desember. Hinum manninum sem fyrir árásinni varð heilsast ágætlega.

Lögreglan hefur yfirheyrt tíu manns vegna málsins, þar á meðal vin Klevis sem fyrir árásinni varð, og skoðað myndefni úr eftirlitsmyndavél.

Rætt var við móður Klevis og bróður hans í fréttum Stöðvar 2 um liðna helgi þar sem þau lýstu því að Klevis hefði ætlað sér að hjálpa árásarmanninum sem hann sá að var grátandi. Þegar Klevis gaf sig á tal við manninn stakk árásarmaðurinn hann. 


Tengdar fréttir

Minnast Klevis Sula við Reykjavíkurtjörn

Kveikt verður á kertum við Reykjavíkurtjörn í minningu Klevis en á Facebook-viðburði minningarathafnarinnar eru allir hvattir til að koma saman og minnast hans og votta fjölskyldu hans samúð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×