Viðskipti innlent

Fargjöld hækka umfram spár

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Flugfargjöld til útlanda hækkuðu á milli mánaða.
Flugfargjöld til útlanda hækkuðu á milli mánaða. vísir/eyþór
Hækkun húsnæðisverðs og flugfargjalda til útlanda knúði verðbólguna áfram í júlí. Ársverðbólga hækkaði úr 1,5 prósentum í 1,8 prósent á milli mánaða. Á móti vógu þó áhrif af sumarútsölum.

Reiknuð húsaleiga hækkaði um 1,7 prósent í mánuðinum, samkvæmt Hagstofu Íslands. Mesta athygli vekur mikil hækkun flugfargjalda. Hækkuðu þau alls um 20,3 prósent sem er heldur meira en greiningardeildir bankanna spáðu.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,8 prósent en vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 3,1 prósent. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×