Innlent

Farartæki súpa minna bensín en áður

Gissur Sigurðsson skrifar
Toyotavetnisbíll fær eldsneyti frá færanlegum orkugjafa á vegum japanska viðskipta- og orkumálaráðuneytinu.
Toyotavetnisbíll fær eldsneyti frá færanlegum orkugjafa á vegum japanska viðskipta- og orkumálaráðuneytinu. ap
Verð á bensíni og dísilolíu hefur ekki hækkað á heimsmarkaði núna, eins og venjulega gerist þegar líða tekur á júlí mánuð. Sú hækkun er jafnan rakin til óvenju mikillar umferðar í þessum mesta sumarleyfismánuði á Vesturlöndum.

Sérfræðingar í olíuviðskiptum kunna enga einhlíta skýringu á þessu en óneitaanlega kunni það að hafa einhver áhrif, hve nýir bílar eru orðnir mun sparneytnari en eldri bílar. Þannig eyðir nýr meðal fólksbíll nokkrum llítrum minna á hundraðið en sambærilegur sex til tíu ára gamall bíll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×