Erlent

Fara fram á frekari aðhaldsaðgerðir

Samúel Karl Ólason skrifar
Jeroen Dijsselbloem.
Jeroen Dijsselbloem. Vísir/EPA
Fjármálaráðherrar evrusamstarfsríkjanna segjast búast við nýju tilboði frá Grikkjum um hvernig hægt sé að tækla skuldavanda ríkisins. Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherranefndar evruríkjanna, segir að erfiðar aðhaldsaðgerðir séu nauðsynlegar eigi efnahagur Grikkja að jafna sig.

Fjármálaráðherrarnir munu funda um skuldavanda Grikkja á morgun. Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikkja sagði af sér í morgun. Hann hélt því fram að aðrir fjármálaráðherrar, sem hann hafi lent saman við, hafi krafist þess að hann kæmi ekki að frekari viðræðum Grikkja og lánadrottna þeirra.

Bankar í Grikklandi eru enn lokaðir og innan veggja Seðlabanka Evrópu er nú rætt hvort að bankinn eigi að halda áfram að veita grískum bönkum hjálp í formi lausafjár. Á vef BBC segir að bankakerfi Grikklands sé að hruni komið.

Dijsselbloem sagði í tilkynningu í dag að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Grikklandi væru neikvæðar fyrir framtíð landsins. Fyrr í dag sagði talsmaður Angelu Merkel að enginn grundvöllur væri fyrir frekari viðræðum að svo stöddu. Hún sagði einnig að Grikkir þyrftu nú að eiga frumkvæðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×