Erlent

Fara fram á dauðarefsingu yfir Dylann Roof

Birgir Olgeirsson skrifar
Dylann Roof, þegar hann var handtekinn af lögreglu í fyrra.
Dylann Roof, þegar hann var handtekinn af lögreglu í fyrra. Vísir/EPA
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur farið fram á dauðarefsingu yfir Dylann Roof sem er ákærður fyrir að hafa orðið níu manns að bana í kirkju í borginni Charleston í Norður Karólínu í fyrra.

Dylann Roof.Vísir/EPA
Haft er eftir Lorettu Lynch, yfirmanni bandaríska dómsmálaráðuneytisins, að eðli glæpsins og afleiðingar hans hafi vegið hvað þyngst í þeirri ákvörðun að fara fram á dauðarefsingu, að því er fram kemur á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC.

Lögreglan segir Roof hafa setið á meðal sóknarbarna í klukkustund áður en hann hóf skothríðina. Lögregla leitaði hans í nokkra klukkutíma eftir ódæðið en hann var handtekinn í um 300 kílómetra fjarlægð frá kirkjunni í Charleston.

Sex konur dóu í árásinni og þrír menn. Einn þeirra sem dó var þingmaður sem einnig vann sem prestur, þrír aðrir prestar, umsjónarmaður bókasafns, íþróttaþjálfari, embættismaður, námsráðgjafi og ný útskrifaður stúdent.

Skömmu eftir árásina greindi æskuvinur Roof frá því að þeir hefðu farið saman á „fyllerí“ nokkrum vikum áður þar sem Roof átti að hafa lýst yfir áhyggjum af því að svart fólk væri að taka yfir heiminn. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×