Erlent

Fara fram á 142 ára fangelsi yfir leiðtoga Kúrda

atli ísleifsson skrifar
Selahattin Demirtas, leiðtogi HDP.
Selahattin Demirtas, leiðtogi HDP. Vísir/AFP
Tyrkneskir saksóknarar hafa farið fram á að stjórnmálamaðurinn Selahattin Demirtas, leiðtogi HDP, flokks Kúrda, verði dæmdur í samtals 142 ára fangelsi. Þá fara þeir fram á að samflokkskona Demirtas, Figen Yüksekdag, fái 83 ára dóm.

Demirtas og Yüksekdag voru handtekin í byrjun nóvember ásamt níu þingmönnum HDP til viðbótar vegna gruns um að dreifa áróðri fyrir PKK, uppreisnarsveitir Kúrda. Tyrknesk stjórnvöld hafa skilgreint PKK sem hryðjuverkasamtök, en HDP hefur margoft neitað því að tengjast PKK með beinum hætti.

Fréttirnar berast daginn áður en að tyrkneska þingið mun í annað sinn greiða atkvæði um tillögu að nýrri stjórnarskrá sem mun auka völd forseta landsins verulega. Samþykki þingið tillöguna verður ný stjórnarskrá sett í þjóðaratkvæði.

HDP hefur ákveðið að sniðganga atkvæðagreiðsluna á þingi, til að mótmæla því að ellefu af þingmönnum flokksins er nú haldið á bakvik lás og slá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×