Erlent

Fara ekki fram á sýknu yfir Tsarnaev

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Verjendur Tsarnaev reyna allt hvað þeir geta til að komast hjá dauðarefsingu.
Verjendur Tsarnaev reyna allt hvað þeir geta til að komast hjá dauðarefsingu. vísir/ap
Málflutningi verjenda Dzhokhar Tsarnaev, sem sakaður er um að hafa átt aðild að sprengjuárásinni í Boston fyrir tveimur árum, lauk í dag. Málflutningurinn tók einungis einn dag og kölluð voru til fjögur vitni

Verjendurnir upplýstu við upphaf réttarhaldanna að Tsarnaev hefði tekið þátt í árásinni og fara þeir því ekki fram á sýknu. Hafa þeir því leitast við að færa sönnur á að hann hefði ekki tekið þátt í skipulagningu árásarinnar og reyna þannig að komast hjá dauðarefsingu. Bera þeir því við að Tsarnaev hafi ekki verið virkur þátttakandi, hann hafi leiðst út á ranga braut í lífinu og hefði verið undir áhrifum bróður síns.

Saksóknarar luku sínum málflutningi í gær. Kölluðu þeir til 92 vitni á fimmtán dögum og fara fram á dauðarefsingu yfir Tsarnaev. Lokaávörp verða flutt hinn sjötta apríl og tekur kviðdómur þá við.


Tengdar fréttir

Dómarar felldu tár við málflutninginn

Saksóknarar hafa lokið málflutningi sínum yfir manninum sem sakaður er um að hafa átt aðild að sprengjuárásinni í Boston-maraþoninu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×