Erlent

Fannst undir líki eiginmanns síns

Samúel Karl Ólason skrifar
Hundruð hermanna taka þátt í björgunaraðgerðunum.
Hundruð hermanna taka þátt í björgunaraðgerðunum. Vísir/EPA
Tveimur var bjargað úr rústum fjölbýlishúss í Taívan í nótt eftir að húsið hrundi í jarðskjálfta á laugardaginn. Fyrst fannst kona á lífi en hún var föst undir líki eiginmanns síns og lík tveggja ára sonar þeirra fannst nærri þeim. Þá fannst karlmaður á lífi skömmu seinna.

Talið er að enn séu rúmlega hundrað manns í húsinu og hafa minnst 38 lík fundist. Skjálftinn var 6,4 stig og húsið sem var 17 hæðir féll saman. Rannsókn hefur verið sett á stað á byggingu hússins.

Rúmlega 300 manns hefur verið bjargað og vitað er til þess að minnst 527 hafi slasast í jarðskjálftanum, samkvæmt frétt BBC.

Taívan liggur nærri samskeytum tveggja jarðfleka og eru jarðskjálftar algengir þar. Upptök þessa skjálfta voru á tiltölulega litlu dýpi og því voru áhrif hans sterkari á yfirborðinu en almennt þekkist. Þá voru minnst fimm eftirskjálftar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×