Sport

Fanney varði heimsmeistaratitilinn og setti heimsmet

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fanney Hauksdóttir varði titilinn.
Fanney Hauksdóttir varði titilinn. vísir/valli
Fanney Hauksdóttir, kraftlyfingakona úr Gróttu, varði heimsmeistaratitil sinn í bekkpressu á heimsmeistaramóti unglinga í kraftlyftingum í Svíþjóð í dag.

Sjá einnig:Heimsmeistarinn borðar ekkert duft bara matinn hjá mömmu

Fanney lyfti 145,5 kílóum sem er 10,5 kílóum þyngra en næstbesta lyftan hennar, en hún lyfti 135 kg þegar hún vann sama mót í fyrra.

Þessi gríðarlega efnilega afrekskona, sem keppir í -63 kg flokki, er 23 ára gömul og hefur unið Íslandsmeistaramótið í bekkpressu í sínum flokki undanfarin þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×