Sport

Fanney heimsmeistari í bekkpressu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fanney er að gera góða hluti í kraftlyftingarheiminum.
Fanney er að gera góða hluti í kraftlyftingarheiminum. vísir/daníel
Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkonan, varð í dag heimsmeistari í bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Suður-Afríku.

Fanney keppir nú í Suður-Afríku á heimsmeistaramótinu, en hún reyndi mest að lyfta 110 kílóum sem mistókst.

Í öðru sæti var Karolina Arvidson frá Svíþjóð. Hún lyfti 80 kílóum, en Bandaríkjakonan Hollie Johnson var í þriðja sæti. Hún lyfti 72,5 kílóum.

Á síðasta ári varð hún Evrópumeistari í bekkpressu í 63 kg flokki fullorðna, en það mót fór fram í Tékklandi. Í apríl setti hún svo Íslandsmet í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×