Golf

Fannar Ingi sigraði á sterku unglingamóti í Bandaríkjunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fannar Ingi með sigurlaunin fyrir miðju myndarinnar.
Fannar Ingi með sigurlaunin fyrir miðju myndarinnar. mynd/gsí
Fannar Ingi Steingrímsson, einn efnilegasti kylfingur landsins, gerði sér lítið fyrir og sigraði á sterku unglingamóti í Palm Springs um helgina.

Fannar Ingi, sem er 17 ára og kemur úr Golfklúbbi Hveragerðis, lék hringina tvo á 147 höggum eða þremur höggum yfir pari.

Hann var einu höggi á undan Bandaríkjamanninum Andrew Kozan og Bebe Bouahom frá Laos. Frá þessu er greint á Golf.is.

Alls tóku 40 keppendur þátt í mótinu sem fram fór á PGA National-vellinum.

Þessi glæsilegi völlur var endurhannaður af Jack Nicklaus árið 1990 en þarna spila þeir allra bestu á Honda Classic-mótinu á PGA-mótaröðinni á hverju ári.

Lokastaðan á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×