SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 16:45

Bjarki međ sex mörk í öruggum sigri

SPORT

Fannar Ingi sigrađi á sterku unglingamóti í Bandaríkjunum

 
Golf
13:45 04. JANÚAR 2016
Fannar Ingi međ sigurlaunin fyrir miđju myndarinnar.
Fannar Ingi međ sigurlaunin fyrir miđju myndarinnar. MYND/GSÍ

Fannar Ingi Steingrímsson, einn efnilegasti kylfingur landsins, gerði sér lítið fyrir og sigraði á sterku unglingamóti í Palm Springs um helgina.

Fannar Ingi, sem er 17 ára og kemur úr Golfklúbbi Hveragerðis, lék hringina tvo á 147 höggum eða þremur höggum yfir pari.

Hann var einu höggi á undan Bandaríkjamanninum Andrew Kozan og Bebe Bouahom frá Laos. Frá þessu er greint á Golf.is.

Alls tóku 40 keppendur þátt í mótinu sem fram fór á PGA National-vellinum.

Þessi glæsilegi völlur var endurhannaður af Jack Nicklaus árið 1990 en þarna spila þeir allra bestu á Honda Classic-mótinu á PGA-mótaröðinni á hverju ári.

Lokastaðan á mótinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Fannar Ingi sigrađi á sterku unglingamóti í Bandaríkjunum
Fara efst