MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 08:00

ÍA og FH án sterkra leikmanna í nćstu umferđ

SPORT

Fannar Ingi sigrađi á sterku unglingamóti í Bandaríkjunum

 
Golf
13:45 04. JANÚAR 2016
Fannar Ingi međ sigurlaunin fyrir miđju myndarinnar.
Fannar Ingi međ sigurlaunin fyrir miđju myndarinnar. MYND/GSÍ

Fannar Ingi Steingrímsson, einn efnilegasti kylfingur landsins, gerði sér lítið fyrir og sigraði á sterku unglingamóti í Palm Springs um helgina.

Fannar Ingi, sem er 17 ára og kemur úr Golfklúbbi Hveragerðis, lék hringina tvo á 147 höggum eða þremur höggum yfir pari.

Hann var einu höggi á undan Bandaríkjamanninum Andrew Kozan og Bebe Bouahom frá Laos. Frá þessu er greint á Golf.is.

Alls tóku 40 keppendur þátt í mótinu sem fram fór á PGA National-vellinum.

Þessi glæsilegi völlur var endurhannaður af Jack Nicklaus árið 1990 en þarna spila þeir allra bestu á Honda Classic-mótinu á PGA-mótaröðinni á hverju ári.

Lokastaðan á mótinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Fannar Ingi sigrađi á sterku unglingamóti í Bandaríkjunum
Fara efst