Innlent

Fann pappalíkkisturnar fyrir Ómar Ragnarsson

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristinn R. Ólafsson og Ómar Ragnarsson.
Kristinn R. Ólafsson og Ómar Ragnarsson.
Fjölmargir hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með þá ákvörðun RÚV að afþakka pistla Kristins R. Ólafssonar í Síðdegisútvarpinu. Líkt og Vísir greindi frá í gær var Kristni tilkynnt að pistla hans væri ekki frekar óskað í þáttunum sem verið er að breyta.

Ómar Ragnarsson er einn fjölmargra sem kemur til með að sakna Kristins. Kastaði hann kveðju á Kristin á Facebook-síðu pistlahöfundarins í gær.

„Mikið væri gaman ef þú höfuðsnillingur pistlanna læsir í kveðjuskyni einhvern æðisgengnasta útvarpspistil sögunnar, sem þú fluttir á sínum tíma um spánskar pappalíkkistur. Vonandi áttu hann ennþá,“ skrifaði Ómar og ekki stóð á svörum hjá Kristni í dag.

Pistlahöfundurinn spænskumælandi og orðheppni fann að sjálfsögðu pistilinn um pappalíkkisturnar frá 2004 fyrir Ómar vin sinn og birti á vefsíðunni Soundcloud. Hægt er að hlusta á pistilinn í heild sinni hér að neðan.





Aðdáendur Kristins geta hlustað á fleiri skemmtilega pistla frá Kristni eins og til dæmis ljóð sem hann samdi á meðan Íslendingar börðust við Króata í síðasti umspilsleiknum í Zagreb um sæti á HM 2014 í knattspyrnu karla.

Sparklimrur Kristins má heyra hér að neðan. Þar segir meðal annars:

Best væri að hætta öllu harki

þessu hrímaða íslenska sparki

og leggjast í ljóð

handa lífsþreyttri þjóð

eins og metsölumelurinn Bjarki







Þá hafa tæplega 200 manns skráð sig í Facebook-grúppu undir yfirskriftinni „Við viljum Kristin R. Ólafsson áfram í Síðdegisútvarpinu“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×