Innlent

Fann lifandi orma í salsasósunni sinni á Reyðarfirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sósan sem Freydís keypti.
Sósan sem Freydís keypti.
Freydís Hrefna Hlynsdóttir fjárfesti í salsasósu á Reyðarfirði fyrr í dag. Henni brá hins vegar í brún þegar kom að því að gæða sér á sósunni í kvöld.

Freydís segist hafa verið búin að fá sér þrjá til fjóra bita þegar hún hafi fundið að hún beit í eitthvað hálfslímugt. Spýtti hún bitanum út úr sér og þá hafi hún séð spriklandi orm.

„Er búin að æla eins og múkki eftir þetta, bara tilhugsunin um þetta fær mig til að kúgast,“ segir Freydís í Fésbókarfærslu í kvöld. Hvetur hún fólk til þess að deila færslunni svo sem flestir sjái hana. Sjálf muni hún aldrei kaupa þessa tegund af salsa sósu aftur.

„Eftir æluna þá fór ég að grandskoða kálið og allt meðlætið en engin merki um neitt þar, svo ákvað ég að hella úr sósunni á disk og skoða það betur, fann þá einn litinn orm í viðbót!!!!“

Freydís telur að hún muni ekki geta borðað salsasósu aftur. Hún ætli að senda Matvælastofnun nokkrar myndir enda þurfi fólk að fá að vita að svona geti gerst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×