Erlent

Fann krókódíl undir rúminu sínu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Krókódíllinn hafði legið undir rúmi mannsins í um átta klukkustundir.
Krókódíllinn hafði legið undir rúmi mannsins í um átta klukkustundir.
Guy Whittall brá heldur betur í brún þegar hann áttaði sig á því að krókódíll hafði legið undir rúminu hans meðan hann svaf. Þetta kemur fram í frétt DailyMail.com.

Guy býr í Zimbabwe og hafði krókódíllinn náð að koma sér inn í íbúðina hans og hafði væntanlega legið undir rúminu hans í um átta klukkustundir.

Maðurinn áttaði sig á ekki á því að krókódíllinn væri undir rúminu hans fyrr en hann heyrði heimilishjálpina æpa upp fyrir sig á meðan hann snæddi morgunverð.

Krókódíllinn var 150 kíló og honum var virkilega brugðið þegar hann áttaði sig á því að krókódíllinn hefði aðeins verið örfá sentimetra frá fótum hans þegar hann settist upp í rúminu um morguninn.

Guy segir krókódíla vita hvernig á að fara hljóðlega um, það sé í náttúru þeirra. Krókódíllinn kom úr á sem er nokkra kílómetra frá staðnum þar sem Guy býr. Hann segir að krókódílar eigi það til að flækjast um, sérstaklega þegar það rignir ig það er kalt. Hann segist halda að hann hafi kunnað vel við sig undir rúminu því þar var hlýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×