Viðskipti erlent

Fann bakdyr í stýrikerfi iPhone

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Hakkari segist hafa fundið bakdyr í stýrikerfi iPhone snjallsíma sem hægt sé að nota til að fylgjast með eigendum símanna og niðurhala persónugögnum. Jonathan Zdziarski sagði frá þessu á ráðstefnu hakkara í New york í síðustu viku. Benti hann á forrit í símunum sem allir með ágætis tæknikunnáttu og vilja, gætu nýtt sér til að nálgast margvísleg persónuleg gögn um einstaklinga.

Guardian segir frá því að Jonathan hafi gefið í skyn að Öryggisþjónusta Bandaríkjana (NSA) gæti hafa notað þessar bakdyr, en þó hafði hann engar sannanir fyrir því.

Apple segir aftur á móti að forritin séu notuð til greiningar svo þróunardeildir og þjónustuver geti stillt

Jonathan sagði þó að til þess að hakkarar gætu nýtt sér bakdyrnar þyrfti eigandi símans að tengja hann við tölvu, sem hakkarar hefðu aðgang að og samþykkja að tengja símann tölvunni.

Þegar það er gert verður til skjal sem vistast bæði í símanum og tölvunni. Hver sá sem kemur höndum yfir þetta skjal gæti nálgast gögn úr símanum.

Þá segir Jonathan að hakkarar geti niðurhalað öllum gögnum úr símanum, fundið staðsetningu símans, skilaboðum, myndum, símaskrá og fleiru.

Niðurstöður hakkarans er mögulegt að nálgast hér. Þó þarf að greiða fyrir að lesa allt skjalið. Þá má sjá blogg hans um málið hér á bloggsíðu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×