Erlent

Fangi barnaði fjóra fangaverði

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá fangelsið í Baltimore.
Hér má sjá fangelsið í Baltimore. Vísir/Getty
Við rannsókn á glæpagengi innan veggja fangelsa í borginni Baltimore í Bandaríkjunum kom í ljós að einn fanginn hafði barnað fjóra kvenkyns fangaverði og að tvær þeirra hefðu látið flúra nafn hans á líkama sinn.

Í skýrslu fangelsyfirvalda í borginni kemur fram að konurnar hafi hjálpað til við að smygla varningi inn í fangelsið Baltimore City Jail. Meðal þess sem þær smygluðu inn í fangelsiðið voru farsímar og fíkniefni.

CBS greinir frá.

Alls voru gefnar út kærur á hendur tuttugu og fimm manns í tengslum við rannsóknina. Þar af voru þrettán kvenkyns fangaverðir, sjö fangar og fimm manns sem voru fyrir utan fangelsisveggi. Allir þeir sem kærðir voru eru taldir tengjast glæpasamtökum sem kalla sig Black Guerilla Family. Unnið er að því að reka alla kvenkyns fangaverðina.

Meðal ákæruliða eru fjárglæfrastarfsemi, peningaþvottur og fíkniefnasala.



Földu varning í skónum

Talið er að fangaverðirnir hafi falið varninginn sem þeir smygluðu inn í fangelsið í skónum sínum. Konurnar smygluðu farsímum, maríjúna, svokölluðu læknadópi og sígarettum inn í fangelsið þar sem meðlimir Black Guerilla Family seldu öðrum föngum varninginn.

Hingað til hafa fangaverðir ekki þurft að fara úr skónum í öryggisleit þegar þeir koma inn í fangelsin í Baltimore. Væntanlega verður breyting á því.

Í skýrslu fangelsismálayfirvalda í borginni kemur fram að leiðtogi glæpasamtakanna heiti Tavon White. Í skýrslunni kemur fram að hann hafi grætt um tvær milljónir króna á smyglinu einn mánuðinn sem það fór fram. White barnaði fjórar konur sem tóku þátt í smyglhringnum. Tvær þeirra voru með nafn hans húðflúrað á líkama sinn; ein á hálsinn og önnur á úlnliðinn. Hann gaf þeim tveimur og einni annari konunni sem hann barnaði dýrar gjafir, þar á meðal dýra skartgripi og lúxusbíla. Ekkert hefur verið fjallað um fjórðu konuna sem hann barnaði, en skildi eftir útundan þegar hann dreifði gjöfum til kvennanna sem báru börn hans undir belti.

Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CBS um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×