Innlent

Fangi á Sogni sviptur tölvu

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Sogn
Sogn
Fangi á Sogni var nýlega sviptur leyfi til að hafa tölvuna sína í einn mánuð. Samkvæmt samföngum mannsins var hann sviptur leyfinu vegna klámáhorfs. Fanginn situr inni fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku.

Tryggvi Ágústsson, staðgengill forstöðumanns fangelsisins, segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra fanga. Hann segir þó að fangar megi ekki nýta nettengingu fangelsisins til að skoða klámfengið, ofbeldisfullt eða annað ólöglegt efni. „Ef þeir eru staðnir að því þá missa þeir tölvuna,“ segir Tryggvi og bætir við að á þessu ári hafi komið upp mál þar sem fangar hafi framið tölvubrot bæði á Sogni og á Litla-Hrauni.

Samfangar mannsins segja hann hafa fengið dagsleyfi skömmu eftir brotið og eru þeir ósáttir við það. Samkvæmt verklagsreglum fangelsisins um netnotkun skuli dagsleyfi ekki veitt fyrr en mánuði eftir fyrsta tölvubrot. 

Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×