Erlent

Fangarnir grófu sig út úr tugthúsinu

Kjartan Kjartansson skrifar
Sextán fangar ganga enn lausir eftir að þeir brutust út úr fangelsi í Mexíkó með að grafa göng undir vegg á fimmtudag. Í kjölfarið kom til óeirða í fangelsinu þegar fangaverðir leituðu í klefum og eyðilögðu skýli sem fangarnir höfðu reist á fangelsislóðinni.

Alls sluppu 29 fangar í flóttanum í Victoria-borg í Tamaulipas-ríki. Þegar fangaverðir eyðilögðu skýlin og leituðu í klefum brutust út óeirðir á föstudagskvöld. Þrír fangar voru stungnir til bana og einn særðist að því er kemur fram í frétt CNN.

Búið er að fylla upp í göngin sem fangarnir framtakssömu grófu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×