Fangarnir enn ˇfundnir

 
Innlent
15:08 15. FEBR┌AR 2016
Tali­ er a­ mennirnir hafi fl˙i­ fangelsi­ rÚtt fyrir mi­nŠtti Ý gŠr.
Tali­ er a­ mennirnir hafi fl˙i­ fangelsi­ rÚtt fyrir mi­nŠtti Ý gŠr. V═SIR/RËBERT REYNISSON

Fangarnir tveir sem struku úr fangelsinu að Sogni í gærkvöldi eru enn ófundnir. Leitin er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi, en samkvæmt upplýsingum frá henni hefur ekki verið talin þörf á að kalla út frekari mannskap.

Um er að ræða tvo fanga í kringum tvítugt. Þeir voru á sínum tíma dæmdir fyrir minniháttar brot og eru ekki taldir hættulegir. Annar þeirra strauk í fyrra frá Kvíabryggju en fannst skömmu síðar á Þingvöllum þar sem hann var handtekinn.

Fangelsið að Sogni er skilgreint sem opið fangelsi þannig að engar girðingar eða múrar afmarka það. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í samtali við fréttastofu í morgun að sjaldgæft sé að fangar strjúki úr opnum fangelsum, enda vilji þeir vistast við eins frjálsar aðstæður og hægt sé.

Lögreglan á Suðurlandi segist ekki hafa fengið vísbendingar um ferðir mannanna. Nú séu lögreglumenn á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu að leita, en að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taki við rannsókn málsins að sólarhring liðnum, finnist þeir ekki.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Innlent / Fangarnir enn ˇfundnir
Fara efst