Erlent

Fangar og fangaverðir falla

Jakob Bjarnar skrifar
Fangarnir voru ferjaðir eftir fáförnum slóðum, frá Taji til Bagdad.
Fangarnir voru ferjaðir eftir fáförnum slóðum, frá Taji til Bagdad.
Vopnaðir menn gerðu árás á rútu sem var að ferja fanga norðan við Bagdad í Írak. Sextíu féllu, 51 fangi og 9 fangaverðir. Þetta var að gerast nú í morgun og eru óljósar fregnir af atburðinum en svo virðist sem jarðsprengjur hafi sprungið og í kjölfarið hófst svo skothríð. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið úr liði árásarmanna.

Rútan var að ferja fangana frá bænum Taji til höfuðborgarinnar Baghdad, segir í skeyti frá Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×