Erlent

Fangar leiddir fyrir aftökusveit í Indónesíu

Birgir Olgeirsson skrifar
Hér sést ferja flytja sjúkrabíl með líkkistur innanborðs í Nusa Kambangan-fangelsið í gær.
Hér sést ferja flytja sjúkrabíl með líkkistur innanborðs í Nusa Kambangan-fangelsið í gær. Vísir/EPA
Yfirvöld í Indónesíu tóku fanga af lífi fyrr í dag. Ekki hefur fengist staðfest frá yfirvöldum hversu margir þeir voru eða hverjir þeir voru, en AFP-fréttaveitan hefur eftir heimildarmanni sínum að um þrjá Nígeríumenn og einn frá Indónesíu hafi verið að ræða. Höfðu þeir verið dæmdir til dauða fyrir fíkniefnabrot. Fyrir aftökuna voru fjórtán fangar í Indónesíu sem biðu aftöku.

CNN segir tvo frá Nígeríu, einn frá Senegal og einn frá Indónesíu hafa verið tekna af lífi.

Þeir voru leiddir fyrir aftökusveit sem skaut þá til bana skömmu eftir miðnætti að staðartíma í Indónesíu, eða á sjötta tímanum í dag.  Yfirvöld þar í landi hafa verið gagnrýnd harkalega á alþjóðavettvangi fyrir að hafa tekið upp aftökur. CNN hefur eftir ríkissaksóknara landsins að búist sé við að fleiri verði leiddir fyrir aftökusveitina í vikunni.

Fjórtán fangar, flestir erlendir, voru teknir af lífi í Indónesíu í fyrra.

Forseti landsins, Joko Widodo, hefur verið beðinn um leggja bann við aftökum í Indónesíu en hann segir það ekki koma til greina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×