Innlent

Fallegustu jólahúsin í Árborg verðlaunuð

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Eitt af jólahúsunum í Árborg, húsið við Urðarmóa 15 á Selfossi, sem er glæsilega skreytt eins og sjá má.
Eitt af jólahúsunum í Árborg, húsið við Urðarmóa 15 á Selfossi, sem er glæsilega skreytt eins og sjá má. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Þrjú jólahús og eitt fyrirtæki í Sveitarfélaginu Árborg voru verðlaunuð í dag fyrir að vera fallegustu jólahúsin í jólaskreytingasamkeppni sveitarfélagsins í samvinnu við nokkur fyrirtæki í bæjarfélaginu.

Best skreytta fyrirtækið er Karl. R. Guðmundsson, Austurvegi 11 á Selfossi en það er úra, gjafa og skartgripaverslun.

Húsin sem fengu verðlaun eru Stjörnusteinar 18 á Stokkseyri hjá þeim Jóhanni H. Jónssyni og Evlalínu S. Kristjánsdóttur, Seftjörn 2 á Selfossi hjá Ingva Rafni Sigurðssyni og Laufeyju Kjartansdóttur og loks Urðarmói 15 á Selfossi hjá Guðmundi Kr. Jónssyni og Láru Ólafsdóttur.

Eigendur húsanna fengu öll glæsileg verðlaun frá nokkrum fyrirtækjum á Selfossi og sömu sögu er að segja með fyrirtækið, sem fékk meðal annars áritaðan skjöld og blómvönd.

Verðlaunahafarnir þegar verðlaunin voru afhent í jólagarðinum á Selfossi í dag, ásamt forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×