Erlent

Fallegasti nemandi Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Á hverjum degi heldur Xie á Zhang frá heimavistinni í skólann og svo á milli kennslustofa.
Á hverjum degi heldur Xie á Zhang frá heimavistinni í skólann og svo á milli kennslustofa.
Kínverskur táningur hefur á dögunum verið hylltur sem „fallegasti nemandi Kína“. Xie Xu hefur haldið á vini sínum til og frá skóla og á milli kennslustofa í þrjú ár, en vinur hans Zhang Chi, er með vöðvarýrnunarsjúkdóm og getur ekki gengið sjálfur.

Kennarar drengjanna segja að þeir hafi aldrei misst af Kennslustund. Samkvæmt Independent hefur sögu þeirra Xie Xu og Zhang Chi verið dreift á samfélagsmiðlum í Kína og hafa fjölmargir lofað drengina.

Á hverjum degi heldur Xie á Zhang frá heimavistinni í skólann og svo á milli kennslustofa, hann hjálpar honum að þvo og sækir matinn fyrir hann einnig. Xie segist halda á Zhang margra tuga sinnum á hverjum degi.

Skólastjórinn Guo Ghunxi segir þá félaga hafa góð áhrif á aðra nemendur skólans. Xie og Zhang hafa verið meðal bestu nemenda í bekkjum þeirra í þrjú ár. Nú eru hinsvegar líkur á því að leiðir þeirra skilji á næstunni.

Xie Xu hefur sótt um í háskóla en Zhang ekki þar sem hann er einu ári yngri en Xie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×