Innlent

Fálkaorður á uppboði í Bretlandi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ef þig langar getur þú eignast fálkaorðu án þess að gera neitt sérstaklega merkilegt.
Ef þig langar getur þú eignast fálkaorðu án þess að gera neitt sérstaklega merkilegt.
Á morgun verða boðnar upp fjórar fálkaorður í Bretlandi. Bannað er að eiga viðskipti með fálkaorður og á að skila þeim eftir andlát orðuhafa. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem fálkaorður ganga kaupum og sölum en reglulega birtast þær á uppboðssíðum á netinu.

Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu er því ekki kunnugt um uppboðið. Þá segir Örnólfur Thorsson, forsetaritari og ritara orðunefndar, að hingað til hafi ekki verið gripið til neinna aðgerða vegna slíkra uppboða.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu fyrirtækisins sem stendur fyrir uppboðinu eru orðurnar hluti af stóru safni sem tilheyrir dánarbúi. Meðal þess sem boðið verður upp á morgun er stjarna stórriddara fálkaorðunnar en það er annað stig orðunnar af þremur.

Orðurnar eru metnar á 58 þúsund til 116 þúsund krónur, eftir ástandi og stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×