Lífið

Falin perla í vesturbæ Reykjavíkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Yndisleg eign.
Yndisleg eign.
Fasteignasalan Eignamiðlun er með einstaklega fallegt einbýlishús á söluskrá á besta stað í vesturbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið við Tómasarhaga. Um er að ræða 160 fermetra hús sem stendur á stórri lóð.

Húsið er byggt árið 1986 og er kaupverðið 115 milljónir en fasteignamat eignarinnar er rúmlega 62 milljónir.

Um er að ræða algjöra falda perlu í vesturbænum en húsið stendur á 1225 fermetra lóð sem er töluvert stærri lóð en gengur og gerist fyrir einbýlishús.

Grænmetisgarður og ávaxtatré er á lóðinni, sem og heitur pottur og fallegur matjurtagarður. Hér að neðan má sjá fallegar myndir innan úr húsinu.

Húsið stendur á besta stað.
Borðstofan virkilega lagleg.
Í húsinu er fjögur rúmgóð svefnherbergi.
Draumapallur.
Húsið er gríðarlega bjart að innan.
Frábær matjurtagarður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×