Lífið

Falin myndavél: Matt Damon þykist vera Jason Bourne í símahrekkjum

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hvað myndir þú gera ef ókunnug manneskja rétti þér síma og segði þér að svara símanum? Hvað myndir þú gera ef rödd njósnarans Jason Bourne væri á hinum endanum að skipa þér fyrir í nafni öryggis þíns og þjóðar?

Nokkrir íbúar Los Angeles lentu í þessu óaðvitandi að það væri leikarinn Matt Damon sem væri að hrekkja þá. Matt reyndi ítrekað að fá hina og þessa til þess að hlýða skipunum sínum en ekki allir hlýddu. Leikarinn fylgdist með á sjónvarpsskjá á meðan hann talaði við fólkið í símann.

Þeir sem hlýddu öllum fyrirmælum hans fengu góð verðlaun að lokum. Bæði fengu þau að hitta leikarann sjálfan og miða á frumsýningu nýju Jason Bourne myndarinnar í næsta mánuði.

Það var skemmtanafjölmiðilinn Entertainment Weekly sem stóð fyrir atvikinu en myndband af hrekknum má sjá hér að ofan.

Stiklu úr sjálfri myndinni má sjá hér fyrir neðan.



Tengdar fréttir

Jason Bourne snúinn aftur

Framleiðsla fimmtu Bourne myndarinnar, með Matt Damon í aðalhlutverki, er hafin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×