Enski boltinn

Falcao kveður United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Falcao í leik með United gegn Arsenal.
Falcao í leik með United gegn Arsenal. vísir/getty
Manchester United hefur staðfest að kólumbíski framherjinn Radamel Falcao verði ekki áfram hjá félaginu. Falcao var á láni frá Mónakó og heldur þangað á ný.

United vann kapphlaupið um kólumbíska framherjann síðasta sumar, en hann kom á láni frá franska liðinu Mónakó. Hann skoraði einungis fjögur mörk í 29 leikjum og var ekki í leikmannahópnum í lokaumferðinni í gær.

Falcao var falur fyrir 43.2 milljónir punda, en United hefur nú staðfest að þeir muni ekki freista þess að kaupa framherjann sem nú snýr til baka til Mónakó.

„Falcao er topp atvinnumaður og frábær félaginu. Fyrir hönd félagsins og allra hjá félaginu langar mig að óska honum velferðar í framtíðinni.”

Kólumbíumaðurinn var talinn einn af heitustu bitum markaðarins síðast sumar, en hann hafði áður verið hjá Porto, Atletico Madrid og Mónakó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×