Innlent

Fáir í göngufæri við vínbúðir í Reykjavík

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Að meðtaldri vínbúð Seltirninga á Eiðistorgi eru átta vínbúðir í göngufæri fyrir samtals 3.500 Reykvíkinga sem svarar til 2,9 prósenta af öllum borgarbúum.
Að meðtaldri vínbúð Seltirninga á Eiðistorgi eru átta vínbúðir í göngufæri fyrir samtals 3.500 Reykvíkinga sem svarar til 2,9 prósenta af öllum borgarbúum. Mynd/Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur.
Af 120 þúsund íbúum Reykjavíkur eru aðeins 3.500 í göngufæri við vínbúð. Þetta kemur fram í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um tillögu sjálfstæðismanna um að borgarstjórn skori á Alþingi að samþykkja frumvarp um að áfengi megi selja í almennum verslunum.

Sjálfstæðismenn segja að um sé að ræða „mikið og mikilvægt hagsmunamál“ fyrir borgarbúa. „Áfengi er hluti af neysluvöru borgarbúa og ljóst að fáar og illa staðsettar áfengisverslanir ríkisins vinna gegn markmiði aðalskipulags, að umhverfi daglegrar verslunar borgarbúa verði hverfisvæddara,“ segir meðal annars í ályktunartillögunni sem borgarstjórn vísaði til umsagnar hjá umhverfis- og skipulagssviði.

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn.vísir/vilhelm
Í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs er sömuleiðis bent á markmið í aðalskipulaginu um að efla verslun og þjónustu í nærumhverfi. Óumdeilt sé að áfengi sé hluti af daglegum neysluvörum og að bætt aðgengi að þeim vörum, í formi fjölgunar staða, samræmist vel því markmiði. Vínbúðir ÁTVR séu ekki markvisst staðsettar. Í Reykjavík séu aðeins sjö vínbúðir og eru 17.300 íbúar um hverja búð. Til samanburðar eru 2.300 íbúar í baklandi vínbúðarinnar í Hveragerði.

„Ekki er tekin afstaða til þess hér hvort afnema eigi einkaleyfi ríkisins á sölu áfengis en ljóst er að núverandi verslunarfyrirkomulag ÁTVR styður ekki við ofangreind markmið,“ segir umhverfis- og skipulagssviðið.

Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, á ekki von á öðru en að meirihlutinn samþykki tillögurnar.
„Í Reykjavík eru aðeins sjö vínbúðir og eru 17.300 íbúar um hverja búð. Til samanburðar eru 2.300 íbúar í baklandi vínbúðarinnar í Hveragerði. Íbúar sem eru í göngufæri við þessar sjö vínbúðir, auk búðarinnar á Eiðistorgi, eru aðeins 3.500,“ segir í umsögninni. Þar er göngufæri skilgreint sem fjögur hundruð metra fjarlægð.

„Til samanburðar eru yfir 50 þúsund Reykvíkingar í göngufæri við matvörubúð með neysluvarning í öllum helstu vöruflokkum sem þó getur ekki talist ásættanlegt hlutfall.“

Hið pólitískt skipaða umhverfis- og skipulagsráð samþykkti síðan á miðvikudag umsögn embættismanna sviðsins. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Málið fer nú aftur til afgreiðslu hjá borgarstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×