Sport

Fagnaði risasamningi með 2,5 milljóna króna kampavínsflösku

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Giancarlo Stanton og Julz í góðu stuði á skemmtistað í Miami.
Giancarlo Stanton og Julz í góðu stuði á skemmtistað í Miami. mynd/tmz
Eins og greint var frá í gær skrifaði bandaríski hafnaboltaleikmaðurinn Giancarlo Stanton undir ævintýralegan samning við Miami Marlins.

Stanton fær 40 milljarði króna í laun næstu þrettán árin og fær 19 milljónir króna fyrir hvern leik spilaðan. Hann þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur af fjármálunum næsta áratuginn eða svo.

Til að fagna nýjum samningi skellti Stanton sér út á lífið í Miami til þrjú um nóttina með djammdrottningu þar í borg sem kölluð er Julz, samkvæmt slúðurmiðlinum TMZ.

Þó Stanton fái stjarnfræðilega mikið borgað næstu þrettán árin var Julz ekkert að láta hann bjóða sér í glas heldur keypti hún handa honum 20.000 dala (2,5 milljóna króna) kampavínsflösku.

Kampavínið er af tegundinni Moet Nectar Imperial Rose og er flaskan hlébarðaklædd. Hún er sex lítrar og vafin 22 karata gulli.

Stanton er því varla enn byrjaður að eyða peningunum en hann þarf nú vafalítið að borga flesta reikninga þegar hann fer út á lífið næstu árin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×