Viðskipti innlent

Fáfnir Offshore fékk verðlaun í Lundúnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur Erlingsson tekur við verðlaununum.
Steingrímur Erlingsson tekur við verðlaununum.
Skipasmíðafyrirtækið Havyard Group og Fáfnir Offshore unnu á miðvikudaginn Umhverfisverðlaunin á Offshore Support Journal ráðstefnunni í Lundúnum. Fáfnir Offshore er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við olíuiðnaðinn í Norðurhafi.

Verðlaunin unnu þeir fyrir nýtt skip, Havyard 833 WE ICE sem Havyard er að byggja fyrir Fáfni. Skipið er tvinskip (e. hybrid) og knúið áfram með rafmagni.

Umrætt skip er annað skipið í röðinni sem smíðað er fyrir Fáfni Offshore. Hið fyrra var Havyard 832 LWE. Fyrirtækið afhenti fulltrúum Fáfnis í Leirvík í Sogni í Noregi í september.

„Það er mér mikið ánægjuefni að hafa unnið Umhverfisverðlaunin í Lundúnum ásamt Havyard,“ segir Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×