Viðskipti innlent

Fáfnir gerir hundraða milljóna samning

Ingvar Haraldsson skrifar
Polarsyssel var smíðað í Tyrklandi og verður næstu árin á Svalbarða.
Polarsyssel var smíðað í Tyrklandi og verður næstu árin á Svalbarða. Mynd/Fáfnir
Íslenska félagið Fáfnir Offshore, sem sérhæfir sig í þjónustu við olíuleit, hefur gert viðbótarsamning við Sýslumanninn á Svalbarða upp á 18 milljónir norskra króna, um 274 milljónir íslenskra króna, á ári vegna leigu á skipi félagsins, Polarsyssel.

Frá þessu greinir Svalbardsposteni.

Fáfnir hefur til þessa leigt Polarsyssel, sem kostaði um 330 milljónir norskra króna, um fimm milljarða íslenskra króna í smíði,  til Sýslumannsins á Svalbarða sex mánuði á ári. Kemur þessi samningur til viðbótar og á að tryggja skipinu verkefni minnst níu mánuði á ári næstu árin.

Með viðbótinni má áætla að tekjur Fáfnis Offshore af leigu Polarsyssel til stjórnvalda á Svalbarða jafngildi um 840 milljónir íslenskra króna.

Samningurinn þykir merkilegur þar sem mörg félög, bæði í Noregi og annars staðar, sem hafa sérhæft sig í þjónustu við olíuleit hafa átt í erfiðleikum að undanförnu.

Fáfnir er með annað skip í smíðum sem afhenda á 2016. Skipið verður tvinnskip sem meðal annars verður knúið rafmagni. Skipið fékk umhverfisverðlaunin á Offshore Support Journal ráðstefnunni í London fyrr á þessu ári.

Stærstu hluthafar Fáfnis Offshore eru Akur fjárfestingar, sem er í eigu lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS, og Horn II, sem lífeyrissjóðir og fjármálafyrirtæki eiga. 


Tengdar fréttir

Bláa lónið og Fáfnir gætu farið í Kauphöll Íslands

Hermann Þórisson, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Horns II, segir að menn verði að sýna aga í viðskiptum og halda verðvæntingum hóflegum. Hann telur að Bláa lónið og Fáfnir gætu orðið góðir kostir á markaði.

Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða

Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×