Innlent

Fæstir í flóttamannabúðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir einungis fimm prósent sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi og Líbanon lifa í skipulögðum flóttamannabúðum.
Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir einungis fimm prósent sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi og Líbanon lifa í skipulögðum flóttamannabúðum. vísir/getty
Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir sýrlenska flóttmenn í Líbanon vera eiginlega á eigin vegum. Stærsti hluti þeirra búi ekki í skipulögðum flóttamannabúðum eins og við þekkjum úr fréttum og bíómyndum.

Óttarr Proppé þingmaður Bjartrar framtíðar kynntist vel aðstæðum sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi og Líbanon í ferð þangað á síðasta ári. „Hugmynd okkar um reglulegar skilgreindar flóttamannabúðum er mikil einföldun. Innan við fimm prósent flóttamanna búa í skipulögðum búðum og helst þeir sem eiga sérstaklega undir högg að sækja. Flóttamenn í Líbanon halda sjálfir búðir á landi sem þeir fá leyfi til að vera á,“ segir Óttarr.

Óttar Proppé kynnti sér aðstæður sýrlenskra flóttamanna á síðasta ári.
Óttarr segir þetta í raun og veru vera óformlegar búðir. „Við kynntumst aðstæðum flóttamanna í norðurhultanum nálægt Trípólí og í suðurhlutanum nálægt Thyre. Sumir leigja sér húsnæði, það er oft hálfbyggt eða lélegt, sumir eru á vergangi og jafnvel ekki í húsnæði og einhverjur eru í skýlum sem hafa verið reist til bráðabirgða. Flóttamannastofnanir og samtök eru síðan bara á ferðinni og aðstoða fólk eins og mögulegt er,“ segir Óttarr.

Hann segir ábyrgð á börnum vera mest á herðum kvenna en nokkrir karlar fái starf í flóttamannabúðunum.

 


Tengdar fréttir

Flóttabörnin örþreytt en glöð

Sex sýrlenskar fjölskyldur komu til Íslands í gær. Blaðamaður hitti fólkið í París og flaug með þeim til landsins. Þau voru glöð en óviss um hvað biði þeirra.

Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna

Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×