Innlent

Færri unglingar sækjast eftir vinnu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Þessir hressu unglingar eru í Vinnuskóla Reykjavíkur þetta sumarið og róta í beðum við Vogaskóla.
Þessir hressu unglingar eru í Vinnuskóla Reykjavíkur þetta sumarið og róta í beðum við Vogaskóla. Fréttablaðið/Hanna
Rúmlega 1.100 unglingar starfa hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar en þeir voru 1.400 í fyrra. Fækkunin er umtalsverð þrátt fyrir að laun hafi hækkað um tæp fjórtán prósent milli ára.

Magnús Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri Vinnuskólans, hefur ekki skýringar á reiðum höndum en segir unglinga til að mynda fá sumarstarf í lágverðsverslunum.

„Maður hefur líka heyrt síðustu ár að einhverjir vinni bara alls ekki,“ segir hann. „Margir eru í fríi með foreldrum, að sinna íþróttum eða á námskeiðum.“

Sigurður Sigurðsson hjá Vinnueftirlitinu tekur undir þetta enda hafi ítarlegar reglur um vinnu barna fækkað störfum fyrir þau. Hann veit ekki til þess að fleiri börn starfi í ferðaþjónustu en fylgst er með þróuninni. „Það eru ákveðnar vísbendingar enda gífurleg mannaþörf í geiranum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×