Innlent

Færri sóttu um námslán í fyrra

Bjarki Ármannsson skrifar
4 prósent lánþega sem enn eru í námi skulda rúmlega 12,5 milljónir hver.
4 prósent lánþega sem enn eru í námi skulda rúmlega 12,5 milljónir hver. Fréttablaðið/Anton
Umsóknum um námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) fækkaði um þrjú prósent á síðasta skólaári. Gert er ráð fyrir því að umsóknum muni fækka um önnur 6,8 prósent á næsta ári í fjárlögum 2014.

Þetta kemur fram í ársskýrslu LÍN fyrir skólaárið 2012 til 2013. Þrátt fyrir færri umsóknir segir í fréttatilkynningu frá sjóðnum að ríkið muni að óbreyttu þurfa að leggja meiri fjármuni til sjóðsins á komandi árum vegna hækkandi afskrifta. Fjárhæð lána námsmanna fari hækkandi samhliða lengra námi, sem minnkar almennt líkur á fullum endurheimtum.

Samkvæmt ársskýrslunni voru meðallán þeirra sem enn eru í námi fjórar milljónir króna í lok árs 2013 en voru 3,6 milljónir í lok árs 2012. 74 prósent námsmanna eru nú með lán sem nemur undir fimm milljónum króna. Athygli vekur þó að fjögur prósent námsmanna sem enn eru í námi skulda rúmlega tólf og hálfa milljón króna, þar af eru þrír námsmenn sem skulda meira en þrjátíu milljónir hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×