Innlent

Færri kosið utan kjörfundar en fyrir síðustu alþingiskosningar

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Tæplega þrjátíu þúsund manns hafa kosið utankjörfundar hjá sýslumönnum um land allt og hjá sendiráðum. Það er minni kjörsókn utankjörfundar en í síðustu Alþingiskosningum en þá höfðu tæplega þrjátíu og fimm þúsund kosið á sama tíma samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands.

Árið 2013 kusu samtals 34.747 þúsund utankjörfundar en í ár hafa 29.679 kosið utankjörfundar. Mikið hefur þó verið að gera á utan kjörfundarstöðum í vikunni en alls hafa 21.247 kosið í vikunni. Var það töluverð aukning frá síðustu viku þegar 5.525 kusu utan kjörfundar.

Kjörstaðir opna víðast hvar á landinu klukkan níu í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×