Erlent

Færri börn hjá innflytjendum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Nú fæðast að meðaltali 1,95 börn hjá fjölskyldum í Danmörku sem ekki koma frá vestrænum löndum.
Nú fæðast að meðaltali 1,95 börn hjá fjölskyldum í Danmörku sem ekki koma frá vestrænum löndum. NORDICPHOTOS/GETTY
Innflytjendur í Danmörku, sem ekki koma frá vestrænum löndum, eru farnir að laga sig að dönsku fjölskyldumynstri. Fyrir um það bil 20 árum var algengt að fjögur eða fimm börn fæddust í fjölskyldum sem komu frá Tyrklandi og Pakistan. Meðaltalið var 3,19 börn á fjölskyldu en 1,74 í dönskum fjölskyldum.

Nú fæðast að meðaltali 1,95 börn hjá fjölskyldum sem ekki koma frá vestrænum löndum. Fæðingartíðnin hjá dönskum konum er óbreytt.

Auk aðlögunar er 24 ára reglan frá 2002 talin eiga hlut að máli. Hún snýst um að koma í veg fyrir sameiningu fjölskyldna ef annar aðilinn í hjónabandinu hefur ekki náð 24 ára aldri. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×