Innlent

Færri bílar rýmka til

Snærós Sindradóttir skrifar
Meðmælagangan er sögð hafa verið farin fyrst og fremst til skemmtunar.
Meðmælagangan er sögð hafa verið farin fyrst og fremst til skemmtunar. Mynd/Sigurjón Ragnar
Hugbúnaðarfyrirtækið Advania hvetur nú starfsfólk annarra fyrirtækja í grennd við Borgartún til að fjölmenna í bíla og nýta aðrar samgöngur en einkabílinn til að komast til og frá vinnu.

Mikið hefur verið kvartað yfir fáum bílastæðum við Borgartún. „Við höfum rætt málin heilmikið við nágranna okkar og erum að velta því fyrir okkur hvernig við getum tæklað þessi mál meira í sameiningu,“ segir Ægir Már Þórisson, mannauðsstjóri Advania.

„Þessi „carpool“-menning þekkist víða í útlöndum og þar eru jafnvel sérstakar akreinar fyrir fólk sem er fleira en eitt í bíl. Alveg eins og strætó hefur forgang gæti maður hugsað sér að fólk sem sameinast í bíla á morgnana og seinnipartinn hefði forgang.“

Starfsfólk Advania fór í meðmælagöngu um Borgartúnið í maí meðal annars til þess að hvetja nágranna sína til að taka upp bíllausan lífsstíl.

„Það er eins og í öllum rekstri, það eru einhverjar aðstæður sem koma upp og það þarf bara að díla við það. Maður sér ekki fyrir sér að það þjóni neinum tilgangi að fara að kvarta mikið,“ segir Ægir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×