Innlent

Færðin enn ágæt á Suðurnesjum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Enginn þurft á lögreglunni að halda vegna veðurvandræða í morgunsárið.
Enginn þurft á lögreglunni að halda vegna veðurvandræða í morgunsárið. Vísir/Vilhelm
„Það er ekki byrjað að snjóa en það er töluvert hvasst, þannig að færðin er góð,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Engar tilkynningar hafa borist enn þá um fólk í vanda. „Nei það er ekkert svoleiðis en það er verið að hringja og spyrjast fyrir.“

Veðrið er aðeins seinna á ferðinni en fyrstu spár gerðu ráð fyrir en samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er von á storminum nú eftir átta. Var fólk á vel búnum bílum sérstaklega hvatt til að fara snemma af stað – fyrir átta – en aðrir á verr útbúnum bílum að halda sig heima.


Tengdar fréttir

Raskanir á ferðum strætó í dag

Þegar bætir í vind og úrkomu á höfuðborgarsvæðinu má búast við að götur í úthverfum verði ófærar fyrir strætisvagna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×