Innlent

Færð og aðstæður á Skírdag: Enn akstursbann víða á hálendinu

Bjarki Ármannsson skrifar
Margir vilja eflaust halda út úr bænum um páskana.
Margir vilja eflaust halda út úr bænum um páskana. Vísir/GVA
Nú er páskahátíðin gengur í garð þykir vinsælt að ferðast um landið. Umferðarstofa segir nú rétt fyrir tíu greiðfært á Suðvesturlandi og Suðausturlandi en hálkubletti nokkuð víða á Suðurlandi.

Enn er allur akstur bannaður víða á hálendinu til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og náttúru á meðan frost er að fara úr jörð. Þeir sem hyggja á fjallaferðir eru beðnir um að kynna sér ástand á viðkomandi leiðum.

Spáð er hvassviðri og hlýnandi veðri ört á landinu í dag. Undir Hafnarfjalli og sums staðar á norðanverðu Snæfellsnesi er reiknað með snörpum hviðum, allt að 35 til 45 metra á sekúndu, á milli þrjú og sjö í dag.

Þá eru hálkublettir eða hálka víða á fjallvegum á Vesturlandi og Vestfjörðum en mikið orðið autt á láglendi. Snjóþekja er norður í Árneshrepp.

Umverðarstofa segir víðast orðið autt á Norðurlandi en hálku á Þverárfjalli og hálkubletti á Vatnsskarði og Siglufjarðarvegi. Hálkublettir eru austan Eyjafjarðar og á Mývatnsöræfum, Vopnafjarðarheiði og á Háreksstaðaleið.

Vegir á Austurlandi eru sagðir greiðfærir fyrir utan hálkubletti á fjallvegum og snjóþekju á Vatnsskarði eystra. Þá eru vegfarendur á Austurlandi og Suðausturlandi varaðir við umferð hreindýra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×