Erlent

Færð af heimili foreldra sinna vegna stuðnings við ISIS

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tveir stuðningsmenn ISIS.
Tveir stuðningsmenn ISIS. vísir/getty
Dómari í London hefur úrskurðað að sextán ára stúlka þar í borg skuli fjarlægð af heimili foreldra sinna. Ástæðan er sú að stúlkan hefur heillast af máflutningi Íslamska ríkisins og vill ferðast til Sýrlands til að ganga til liðs við samtökin. Foreldrarnir hafa ekkert aðhafst í málinu.

Stúlkunni hefur verið lýst sem bráðgáfaðri og metnaðarfullri en hins vegar hins vegar kolfallið fyrir áróðursmyndböndum samtakanna.

Í desember á síðasta ári var hún stöðvuð á flugvelli er hún var á leið upp í flugvél á leið til Tyrklands. Ætlaði hún að verða eiginkona einhvers meðlima. Í kjölfar þess gerðu foreldrar hennar samning við yfirvöld um að passa að hún kæmist ekki í frekara efni frá samtökunum.

Í júní skoðaði lögregla heimili þeirra og þá fundust harðir diskar með myndefni frá ISIS. Má þar nefna upptökur sem sýndu aftökur á föngum sem berjast gegn hryðjuverkasamtökunum, myndbönd sem kenna sprengjugerð og leiðir fyrir fólk til að komast til samtakanna. Hluti gagnanna fannst á tölvu föðurins.

„Andlegri heilsu stúlkunnar er stefnt í voða verði hún áfram á þessu heimili,“ sagði dómarinn áður en hann kvað upp úrskurðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×