Lífið

Færa stjörnunum ferskan fisk og kaffi latte í óbyggðum Íslands

Edda Sif Pálsdóttir skrifar
Veitingastaðurinn Laugaás við Laugarásveg hefur verið nánast eins frá upphafi, eða árinu 1979, og í eigu sömu fjölskyldunnar. Þau fagna 35 ára afmæli staðarins í ár.

Ragnar Guðmundsson matreiðslumeistari er forfaðirinn en seinni ár hefur sonur hans, Guðmundur Ragnarsson, einnig komið að rekstrinum og þróað hann áfram. Laugaás er þannig nú einnig til á hjólum sem fullbúið eldhús og sinnir stjórstjörnum á borð við Russel Crowe og Anthony Hopkins sem koma hingað til að leika í kvikmyndum, gjarnan í óbyggðum landsins. Leikararnir eru hæstánægðir með íslenska fiskinn, lambið og þjónustuna og Guðmundur sömuleiðis með að fá tökuliðin hingað.

„Auglýsingagildið sem ein mynd hefur fyrir Íslendinga er gríðarlegt. Ég vona það bara að ráðamenn og aðrir séu búnir að kveikja á perunni og fatta hvað þetta er mikils virði, hvað þetta er mikil auðlind. Það er ekki nóg að auglýsa bara í einhverju blaði, þetta eru myndir sem milljónir manna horfa á,“ segir Guðmundur.

Rætt var við feðgana í Íslandi í dag um reksturinn, breytingarnar og stjörnurnar og þáttinn má finna í glugganum hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×