Innlent

Fær verðlaun fyrir forvarnir

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þórarinn Tyrfingsson, Vogi.
Þórarinn Tyrfingsson, Vogi. vísir/stefán
Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri á sjúkrahúsinu Vogi, fékk barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna á Íslandi fyrir vinnu sína að forvörnum og meðferð á fíknisjúkdómum meðal unglinga.

„Það starf hefur oft á tíðum verið það eina sem samfélagið hefur haft upp á að bjóða á þessu sviði og hefur í alla staði verið til fyrirmyndar,“ segir í útskýringu á valinu.

Verðlaununum fylgir fimm milljóna króna styrkur til að hefja rannsókn á umfangi og eðli fíkniefnanotkunar unglinga á Íslandi í þeirri von að niðurstöður hennar verði nýttar til að hefja átak í forvörnum og meðferð. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×