Enski boltinn

Fær ekki frið vegna Vardy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Árangur Jamie Vardy hefur vakið mikla athygli en þessi magnaði sóknarmaður Leicester skoraði um helgina í ellefta leik sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Það gerði hann í 1-1 jafntefli gegn Manchester United en Ruud van Nistelrooy, fyrrum leikmaður United, átti gamla metið.

Sjá einnig: Vardy sló met Nistelrooy | Sjáðu markið

Uppgangur Vardy er engum líkur en fyrir rúmum þremur árum var hann keyptur til Leicester frá Fleetwood Town, sem þá lék í utandeildinni, á eina milljón punda.

Það vakti furðu margra að utandeildarleikmaður hafi verið keyptur á slíka upphæð og tjáðu sig um málið á samfélagsmiðlum eins og Twitter. Einn þeirra, Jack Nex, skrifaði neðangreinda færslu á Twitter-síðu sína í maí árið 2012 en færslan fór á flug eftir mark Vardy um helgina.

Sjá einnig: Saga Jamie Vardy er lygileg en alveg fullkomlega sönn

Þessi óvænta athygli kom flatt upp á Jack, eins og sjá má á nýjustu færslum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×