Innlent

Fær ekki aðgang að tölvugögnum Sigmundar Davíðs

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sigmundur Davíð taldi að tölvuþrjótar hefðu brotist inn í tölvu hans.
Sigmundur Davíð taldi að tölvuþrjótar hefðu brotist inn í tölvu hans. visir/anton brink
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur hafnað beiðni einstaklings um aðgang að samantekt um síma og tölvur sem fyrrverandi forsætisráðherra lét taka saman fyrir ríkisstjórnina. Úrskurðurinn var birtur í gær.

Það vakti athygli í september í fyrra þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson upplýsti að hann hefði látið rekstrarfélag stjórnarráðsins kanna hvort brotist hefði verið inn í tölvu hans. Meint innbrot átti að hafa átt sér stað skömmu áður en Panamaskjalaþáttur Kastljóss var sýndur.

Einstaklingur óskaði eftir aðgangi að könnun rekstrarfélagsins á grundvelli upplýsingalaga. Forsætisráðuneytið hafnaði þeirri beiðni þar sem gögn ríkisstjórnar og gögn sem varða öryggi ríkisins séu undanþegi upplýsingarétti almennings samkvæmt lögunum. Hið umbeðna gagn hafði að sögn ráðuneytisns verið tekið saman fyrir ríkisstjórnarfund. Úrskurðarnefndin taldi ekki ástæðu til að véfengja þær skýringar. Því var ákvörðun ráðuneytisins staðfest.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð birtir bréf frá ríkislögreglustjóra vegna tölvuinnbrots

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra birtir á Facebook-síðu sinni í dag bréf frá ríkislögreglustjóra vegna innbrots í tölvu hans en Sigmundur Davíð greindi frá því á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í september að reynt hefði verið að brjótast inn í tölvuna hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×